Hægt er að tengja gróðursetningu á plöntum frá Yrkju við ýmsar námsgreinar, með umræðum eða heimildavinnu í undirbúningi fyrir gróðursetningu eða eftir gróðursetningu.

Erlend tungumál.

Heimilisfræði.

 • Afurðir skóga sem nýttar eru til matargerðar – sveppir, kryddjurtir, ávextir o.fl.
 • Afurðir skóga nýttar í gerð áhalda – t.d. trésleif vs. plastsleif.
 • Endurnýting og endurvinnsla.

Íslenska.

Íþróttir, líkams- og heilsurækt.

 • Gildi skóga fyrir útiveru og hreyfingu – útivistarmöguleikar í skógi (ganga, hlaup, hjólreiðar, skíði o.fl.).
 • Gildi skóga fyrir lýðheilsu – jákvæð áhrif á heilsu.

Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði.

 • Ýmis siðferðileg gildi og álitamál sem tengjast skógrækt, skógareyðingu og nýtingu manna á auðlindinni.
 • Ábyrgð og skyldur gagnvart öðrum einstaklingum í samfélaginu og umhverfinu.
 • Tré og skógar í trúarbrögðum – t.d. Tré lífsins, Yggdrasill.

Listgreinar. Myndlist, textílmennt, tónmennt, leikræn tjáning og dans.

 • Skógurinn sem uppspretta hugmynda í listsköpun.
 • Hráefni til listsköpunar (viður, textíll unninn úr viði) og hljóðfæragerðar.
 • Tjáning.

Lífsleikni.

 • Lífsstíll og neysla og þjálfun gagnrýnnar hugsunar gagnvart því.
 • Góð umgengni og virðing fyrir auðlindum – endurnýjanlegar vs. óendurnýjanlegar auðlindir.
 • Alþjóðavitund.

Náttúrufræði.

 • Hvað er tré?
 • Trjátegundir – barrtré og lauftré.
 • Hringrásir náttúrunnar og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið.
 • Lífverur í heimabyggð, vistkerfi skóga og auðlindir náttúrunnar.
 • Mikilvægi skóga fyrir andrúmsloft, vatnsbúskap, bústað dýra o.fl.
 • Mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar.
 • Mælingar. Efnahvörf og efnaformúlur sem tengjast gróðri og umhverfismálum s.s. ljóstillífun og mengun.

Samfélagsgreinar. Samfélagsfræði, landafræði, saga.

 • Áhrif mannlegra athafna á náttúruna.
 • Skógar á Íslandi – þekkja nemendur til þeirra?
 • Skógar erlendis.
 • Skógareyðing og skógrækt í sögulegu samhengi, bæði hér á landi og á heimsvísu.

Stærðfræði.

 • Mælingar, útreikningar og samanburður – hæð trjáa, þvermál trjábola, stærð trjákrónu.
 • Lestur úr töflum og línuritum.

Upplýsinga- og tæknimennt.

 • Upplýsingamennt, nýsköpun, hagnýting þekkingar, hönnun og smíði.
 • Þjálfun í að leita upplýsinga á hinum ýmsu vefsíðum.
 • Leikni í að vinna verkefni á vef.
 • Jákvæð og neikvæð áhrif tækninnar á umhverfið.
 • Nýting afurða skóga til smíða.
 • Góð nýting hráefna og val hráefna sem hafa ekki skaðleg áhrif á umhverfið.