Mörg dýr búa í skógum. Sumir fuglar búa sér hreiður í trjám og sumir apar gera sér flet á trjágreinum.Skógar eru ekki bara tré. Þeir bjóða upp á fjölbreytt skilyrði fyrir aðrar plöntur, þar sem skiptast á skuggar undir trjánum og birta í rjóðrum. Þess vegna eru fjölbreyttari tegundir bæði dýra og plantna í skógum og í rjóðrum en á berangri. Hinn fjölbreytti gróður í skógum, allt frá skógarbotni upp í hæstu krónur trjánna, býður svo upp á búsvæði fyrir fjölda tegunda dýra – skordýra, froskdýra, eðla, spendýra og fugla. Talið er að um 80% af líffjölbreytileika heims megi finna í skógum, sérstaklega regnskógum hitabeltisins. Skógar eru líka mikilvæg búsvæði fyrir fólk en talið er að á heimsvísu búi um 300 milljónir manna í skógum.