Útivist
Skógar eru vinsælir til útivistar. Þeir brjóta niður vind og búa til skjól, bæði fyrir dýr og plöntur, en minni hætta er á að plöntur fjúki um koll, blöð og blóm fjúki af þeim eða að eitthvað fjúki á þær sem skaðar þær. Í skjólinu er líka hlýrra, því vindur kælir. Skógar eru einnig fallegir, sérstaklega haustin í laufskógum þegar laufin skipta um lit og verða gul, appelsínugul, rauð og brún. Barrskógar eru hins vegar grænir allt árið og gefa umhverfinu lit á veturna. Rannsóknir hafa líka sýnt að útivera í skógum hefur jákvæð áhrif á heilsu fólks, þar sem hún styrkir ónæmiskerfið, dregur úr streitu, lækkar blóðþrýsting, bætir svefn og margt fleira.