Staktrjáaslétta (savanna)
Loftslag:
Úrkoma:
Jarđvegur:
Gróđur:
Heitir og ţurrir vetur, stutt og rigningarsöm sumur.
Frekar lítil í heild.
Ţunnur, frekar nćringarsnauđur.
Gras, tré og runnar á stangli.


Dýralíf:

Spendýr, fuglar, skriđdýr og skordýr.
Staktrjáasléttur er ađ finna í hitabeltinu og eru oftast slétt eđa öldótt graslendi međ runnum eđa stökum trjám á víđ og dreif.

Loftslagiđ er heitt allan ársins hring og úrkoman frekar lítil en yfir veturinn kemur oft ekki dropi úr lofti í ţrjá mánuđi. Á ţurrkatímum geta stórir hlutar staktrjáasléttu brunniđ en ţessir brunar og skortur á vatni hindra ađ skógur myndist. Sumrin eru stutt međ miklum rigningum og verđur ţá mjög heitt og rakt.

Jarđvegurinn er ţunnur og frekar nćringarsnauđur. Algengasti gróđurinn er gras og harđgerđir runnar og tré, sem hafa lagađ sig ađ hinum langa ţurrkatíma.

Á staktrjáasléttum lifa spendýr, fuglar, skriđdýr og skordýr. Stór hluti spendýranna eru grasbítar eđa laufćtur eins og antilópur, kengúrur, gíraffar og fílar, en ţessi dýr flytja sig til eftir ţví hvernig grasiđ grćr. Rándýr sem lifa á grasbítunum, svo sem ljón, hlébarđar og tígrisdýr, eru líka algeng svo og mörg smádýr, eins og moldvörpur, jarđíkornar og jarđkettir. Ránfuglar eins og haukar og gammar eru algengir og ađrir fuglar eru til dćmis páfagaukar, finkur og strútar.

Staktrjáasléttur eru mjög algengar í Afríku en ţar ţekja ţćr nćstum helming lands.
Yrkja  |  Námsgagnastofnun  |  Skógrćktarfélag Íslands