300
Stærstu og elstu lífverur jarðar eru tré. Fjöldi trjáplantna í heiminum er nokkuð á reiki, enda eru menn ekki alltaf sammála um hvað nákvæmlega er tré. Algengasta mat er á bilinu 80 –100 þúsund tegundir. Stærstur hluti þeirra er í regnskógunum en ekki er vitað með vissu hversu margar tegundir eru þar.
Tveir stærstu hópar trjáplantna eru barrtré og lauftré. Til barrtrjáa teljast um 650 tegundir, en fjöldi tegunda lauftrjáa eru tugþúsundir og eru flestar þeirra í regnskógunum.
Í gagnagrunni er að finna upplýsingar um 29 trjátegundir sem vaxa á Íslandi. Einnig er hægt að leita að trjám í gagnagrunni eftir gerð laufblaða og barrnála.
.
Tré eru frumbjarga lífverur, þ.e. þær framleiða eigin fæðu í ferli sem kallast ljóstillífun. Því ferli og öðru í lífsstarfsemi trjáa árið um kring og muninum á barrtrjám og lauftrjám er lýst í kaflanum Lífsferill trés.